Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Júlí

08.07.2013 17:36

Jökull 12-503

Hér eru nokkrar myndir af Jökli okkar, í sumarblíðu.








03.07.2013 06:55

Afkvæmi Prúðs, Strengs og Forða

Þegar lömbin fæddust undan Prúð frá Ytri-Skógum vöktu þau nú ekki sérstaka athygli mína, nema þá helst fyrir að vera frekar smá og ræfisleg. En þau uxu  verulega í áliti hjá mér  þegar þau stækkuðu. Við fengum tvær gimbrar og tvo hrúta undan Prúð. Og hver veit nema að þarna sé komin þessi fíni lífhrútur; sem er hvítur ekki út frá Rafti og Kveikur kemur ekki fyrir nema einu sinni í ættartölunni hans og það í fimmta ættlið svoleiðis hrútar eru nú ekki á hverju strái. Þessi hérna fyrir neðan eru undan Prúð og Ímu en hún er undan Ísskáp Fannarssyni.
Fengum hrút og gimbur undan Streng frá Árbæ nokkuð pottþétt lífgimbur þar á ferð ef hún skilar sér í haust. Hérna fyrir neðan er Snegla með Strengs afkvæmin.

Fyrir neðan er svo mynd af Ágjöf með tvo hrúta undan Forða frá Heydalsá en hefði nú frekar kosið að fá gimbrar undan honum.

Flettingar í dag: 278
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 393
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 137564
Samtals gestir: 19799
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 11:55:22