Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Mars

07.03.2013 18:32

Frjósemi.


Frjósemi.... furðufyrirbæri náttúrunnar, svolítið dutlungafull stundum, sem endalaust er búið að tala um síðan hrúturinn Jökull kom til okkar því hann er jú sonur hins margumtalaða Borða.
emoticon

Einkunn fyrir frjósemi ?

Úrdr.bondi.is

BLUP kynbótamat fyrir sæðingastöðvarhrútana árið 2012.
 Taflan með kynbótamatinu fyrir sæðingastöðvarhrútana fyrir árið 2012 er nú með
 örlítið breyttu sniði frá síðasta ári. Á fyrstu síðunni eru einungis
 þeir hrútar sem voru í notkun veturinn 2011-2012. Þar á
eftir koma svo allir aðrir hrútar sem verið hafa á stöð, fæddir árið 1993 eða síðar.
 
Forystuhrútum var sleppt þar sem verið er að sækjast eftir öðrum eiginleikum
en kynbótamat er reiknað fyrir með notkun þeirra. Líkt og áður er í töflunni
birt heildareinkunn sem er mynduð þannig að kynbótamat fyrir
kjötgæði,frjósemi og mjólkurlagni eru látin vega jafnt í þeirri einkunn.

Einkunn fyrir kjötgæði byggir á mati fyrir gerð og fitu,
 þar sem fitan hefur 60% vægi en gerðin 40% vægi.

Einkunn fyrir mjólkurlagni byggir á afurðastigi fyrstu fjögur
afurða árin og hefur hvert afurðaár 25% vægi.

Einkunn fyrir frjósemi byggir á fjölda fæddra lamba fyrstu
fjögur árin, fyrsta árið hefur 10% vægi, annað árið
60% vægi og síðustu tvö árin 15% vægi hvort ár.
 
Slík heildareinkunn mun sem ræktunaráhersla skila sauðfjárræktinni
í landinu mestum ávinningi til lengri tíma. Vægi einstakra eiginleika
er þó hægt að breyta og er það á valdsviði fagráðs
hverju sinni að móta ræktunaráhersluna.

Sjá texta og töflu í heild sinni hér á bondi.is


emoticon
Vonum að dætur Jökuls komi til með að standa sig vel,
 en árið sem ærin er tveggja vetra er lykilatriði.
 

06.03.2013 14:18

Yfirlitsskýrsla 2012



Hrútar félagsins sem ærfeður.

Hrútaskýrsla 2012 Opnist hér.


04.03.2013 16:05

Auglýsing frá ferðanefnd.


Nú hefur hin magnaða ferðanefnd hafið störf.

Og biður félaga félagsins að taka frá 13 Apríl 2013.

emoticon


Frá ferð um Snæfellssnes 2005

Munið 13 Apríl
 

01.03.2013 21:45

Ferðasaga Jökuls framhald. Partý,partý, gleði gleði......

 Og að sjálfsögðu var skálað í kampavíni.heart það er svo skemmtilegt.

hóað saman í partý og farið yfir málin og gripurinn skoðaður og skýrður.

Félagar félagsins á góðri stund.

 

Gaman saman í teiti.

 

Skyldi næsti hrútur sem við kaupum vera svona?  laugh
Eru ekki allir sammála um þessi orð hér að ofan?

Langflottasturcool

Hann er búinn að vera hund veikur greyið, fékk fóðureitrun. Fékk vænan skammt af pensilíni og sterasprautu svo nú er búið að gera allt sem hægt er fyrir hann og við bíðum bara spennt eftir hvort hann verði betri.

En við fáum fullt af lömbum undan Jökli svo það eru bara spennandi tímar framundan hjá okkur.

Horfum björtum augum fram á við.

 Fall er fararheill.yes


 Hér er fullt af myndum úr ferðinni.


Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137671
Samtals gestir: 19827
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:41:51