Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Apríl

04.04.2011 22:45

Ferðaáætlun

Hér er ferðanefndin að störfum.

Þorsteinn Kúld Björnsson Hvarfi gjaldkeri ,  Gunnar Jónsson Álfhól ferðanefnd

FERÐAÁÆTLUN 2011

Farið verður frá Bensó kl. 9
Fyrsta stopp í Búðardal meðan fararstjóri lítur við á Dvaló.

Farið verður þaðan inn Fellsströnd og keyrt inn um efri byggð.

Stoppað verður á útsýnisplani við Langeyjarnesafleggjara og síðan verður keyrt fyrir Klofning.

Stoppað verður að Ballará og fólki hleypt út , sá sem að finnur Snorraskjól, finnur það á því að honum rís hold að þarfalausu einum á ferð, einnig slaknar konum skaut þó einsamlar séu. Verðlaunum heitið fyrir þann sem finnur Snorraskjól.emoticon

Geirmundarstaðir ( Þaðan kemur stöðvahrúturinn Hrói 07-836 ) fjárhús skoðað,  þar á eftir keyrt niður að Skarðsstöð og því næst farið í Skarðskirkju.

Surtarbrandsnáman skoðuð og eftir það farið beina leið í Ytri Fagradal og snætt Hvannarlamb að hætti Höllu og fjárhúsin skoðuð að sjálfssögðu.

Eftir hvannarlambið verður haldið í Ólafsdal í gamla landbúnaðarskólann.

Að lokum verður komið við í Búðardal og skoðuð ljósmyndasýning Björns Antons Einarssonar.

Áætlaður komutími í Stykkishólm kl. 21

Fararstjóri Héðinn F. Valdimarsson

Fargjald í rútu kr. 3.000- á mann.

Verð á máltíð auglýst síðar.

Með kveðju frá ferðanefndinni.emoticon





04.04.2011 19:05

Lopi

Ný og glæsileg heimasíða hjá Ístex.http://www.istex.is/


Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 138857
Samtals gestir: 19977
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:09:16