Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

28.04.2018 13:04

Mömmukjöt í brúnni

 

 

C.a. 1-1,5 kg lambakjöt, súpukjöt henntar best

C.a. 3-4 laukur

2 msk. sykur

smjör til að steikja

2 msk. salt

Sósulitur

Vatn 

sósujafnari 

 

 

3-4 laukar sneyddir og látið malla á pönnu og sett c.a. 2 matskeiðar af sykri yfir og steikt örlítið, sett til hliðar. Kjötið er steikt á pönnu og brúnað vel, því næst er því raðað í pott og sósulitur settur á milli laga c.a.ein matskreið á milli. Laukurinn settur ofan á kjötið og 1 glasi af vatni hellt á pönnuna og soðið upp á og skófin losuð úr botninum og hellt yfir kjötið.

 

 

Kjötinu vellt um í pottinum og best er að gera þetta að morgni og sjóða svo kjötið seinni part dagsins eða sjóða það bara strax. Vatni hellt á þar til rétt flýtur yfir og saltað yfir. Soðið í c.a. 1 klst.  Þegar kjötið er soðið er það veitt upp úr pottinum og geymt á fati meðan sósan er löguð. Sósan er soðið af kjötinu, og þykkt með sósujafnara, nóg að setja soðið í pott, hræra í og þykkja með sósujafnara og setja meiri sósulit og salt ef þarf.

 

Borið fram með kartöflum helst vellt upp úr smjöri, rauðkáli, grænum baunum, og ekki má gleyma rabarbarasultunni, hún verður að vera helst heimalöguð.emoticon

 

 

 

 

Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 132627
Samtals gestir: 19375
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:05:32