Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Flokkur: Ferðir félagsins

28.03.2011 14:48

Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal

Við förum á slóðir Steinólfs í Ytri Fagradal sem hefur frá mörgu að segja í þessari ágætu bók.                                                                                                                                        "Í Skarðskirkju er fræg altaristafla, talin gjöf frá Ólöfu ríku. Á henni eru uppstrílaðir trékarlar í mjög óhentugum klæðnaði og við einhver óskiljanleg verk. Einnig eru þar útskornar í tré rollur á beit í gylltum hlíðum. Altaristafla þessi var flutt alla leið til Frakklands árið 1910 og höfð meðal gersema á heimssýningunni í París það ár."

"Búðardalur á Skarðsströnd er sá eini og rétti Búðardalur í Dalasýslu. Ekki hefur fengist upplýst hver fann upp á því að kalla Fjósabakka í Laxárdal Búðardal. Búðardalur á Skarðsströnd er fornt býli og höfðingjasetur. Þar er mikið um huldufólk og heyrist tíðum sætlegur söngur í klettum ofan við bæinn."



Hér er mikill fróðleikur sem gaman er að lesa og hvet ég menn og konur að lesa fyrir menningarferðina sem á að fara 16. apríl n.k.

emoticon Eru ekki allir að fara í ferð?

22.03.2011 22:56

Tilkynna sig í menningaferð

Minni á ferð félagsins sem verður farin 16 apríl en ekki 9 apríl eins og talað var um á fundinum. ATH BREYTTA  DAGSETNINGU.

Farið verður um Fellsströnd og Skarðsströnd.

Dagskrá gefin út síðar.

Þeir sem ætla með, vinsamlega tilkynni sig til Gunnars Jóns Álfhóli í s:8405758 fyrir hádegi á laugardag í síðasta lagi.

emoticon emoticon emoticon    
Ætla ekki allir í ferð?

19.04.2009 14:03

Menningarferð

Laugardaginn 18. apríl fór sauðfjárræktarfélag Helgafellissveitar og nágrennis í menningarferð norður á Strandir lagt var af stað klukkan 9 að morgni og farið inn Skógarströnd og yfir Laxárdalsheiði, þegar við komum í Hrútafjörð var þar allveg stafalogn og sólarglæta. 
 Fyrsti viðkomustaður var Hvalsárrétt en hún er ný endurgerð úr gagnvörðu timbri og er hún mikil listasmíði og gaman að skoða hana, þar tóku á móti okkur Hannes Hilmarsson Kolbeinsá og Ragnar Pálmason Kollsá, en Ragnar var yfirsmiður við réttarbyggingunna. Næst héldum við að Kolbeinsá þar búa Hannes og Guðbjörg ásamt Hilmari og Rósu þar voru skoðuð fjárhús og fé, þar vakti athygli gólfið í fjárhúsunum en það er að hluta til úr kambstáli sem lagt er með 15 mm. millibili og er allveg sjálfhreinsandi svo var öllum hópnum 17 manns boðið inn í bæ í kaffi og meðlæti. Næst var komið að Broddanesi til Jóns Stefánssonar, Jón sýndi okkur hrúta og ær og fór yfir afurðir búsins og var mikið spáð og spjallað um hrútana meðan við nutum góðra veitinga, einn hrútur er nú á sæðingarstöð frá jóni það er Spakur 03-976. Næst var komið að Smáhömrum þar tóku á móti okkur Björn Hilmar Karlsson og Guðbrandur Björnsson. Guðbrandur fór yfir afurðir búsins og sýndi okkur hrútana meðal annars albróðir lambshrútssyns sem sem ég fékk,  svo benti hann okkur á nokkrar gimbrar undan Foss. Eftir spjall og þukkl var aðeins komið við í hesthúsinu og skoðuð trippi undan Illing, því næst var öllum boðið inn í bæ í kaffi. Frá Smáhömrum eru 3 hrútar á sæðingarstöð Foss 05-801, Garpur 04-815 og Kóngsson 04-982. Næst komum við að Heydalsá hjá Guðjóni Sigurgeirssyni þar sáu menn hey verkað í flatgrifju með góðum árangri, Guðjón fór yfir afurðir búsins meðan við nutum veitinganna og skoðuðum féð. Frá Guðjóni eru 2 hrútar á stöð Falur 03-980 og Undri 05818, síðan var haldið í nýju fjárhúsin hjá Ragnari Bragasyni þau eru1200 fermetrar og eiga að rúma 900 ær gríðarlega rúm og björt hús, Ragnar fór yfir afurðir búsins og sagði okkur byggingar sögu fjárhússins og við nutum veitinganna, síðan var farið í gömlu húsin og hrútarnir skoðaðir, en frá Ragnari eru tveir hrútar á stöð þeir Bogi 04-814 og Örvar 04-983 því næst var haldið heim á leið en við áttum eftir að stoppa á Leiðólfsstöðum í Laxárdal og skoða í fjósið hjá Unnsteini  sem við og gerðum og gott betur því við slátruðum einni Otard koníak sem hann gaf okkur. Þessi ferð var frábær í alla staði og mæli ég með því að menn fari og sæki strandamenn heim  þar er Mekka kollótta fésins í landinu og ekki skemmir gestrisnin fyrir því hún er með ólíkindum og fyrir hönd sauðfjárræktarfélags Hellgafellssveitar og nágrennis þakka ég kærlega fyrir okkur.
  Myndir frá ferðinni eru undir menningarferð 
Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137721
Samtals gestir: 19837
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:24:00