Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Flokkur: Ferðir félagsins

01.05.2011 00:55

Ferðasaga lokakafli.

"Jæja nú jæja" þá er það lokakafli þessarar ágætu ferðar. Við enduðum í Leifsbúð í svakalega góðri fiskisúpu með brauði eins og allir gátu í sig látið. Þar voru sýningar uppi í tilefni Jörfagleði. Björn Anton var með ljósmyndasýningu af fossum og vatnsföllum í Dölum, leirmunasýning Guggu ásamt fleiri sýningum sem voru í boði að sjá. það er gaman að koma í Leifsbúð góðir sýningasalir, veitingasalur og húsið er mjög huggulegt og notalegt í alla staði.
Björn Anton og Sigurður að spjalla.


Það voru hjónin Björn Anton og Gróa Dal sem tóku vel á móti okkur í Leifsbúð.
Kærar þakkir til þeirra heiðurshjóna.


Hér var setið í rólegheitum og spjallað. Svenni og Lauga.


Svo var leirmunasýning Guggu, margir skemmtilegir, flottir og skondnir hlutir.
Meðal annar þessi flotti hrútur.


Svo var blásið til brottferðar og allir klárir til heimferðar nema tveir sem urðu eftir á Jörfagleði.emoticon


Okkar eðalvagn og degi tekið að halla og komið að ferðalokum.

Þá er komið að lokaorðum. Mér fannst þessi ferð mjög góð, og á ferðanefndin stórt klapp fyrir emoticon emoticon emoticon  eins og alltaf. Þessar ferðir hafa verið alveg ógleymanlegar og skemmtilegar. Ég hlakka til þeirra næstuemoticon
Ég setti fleiri myndir í mynaalbúm en það er Steini Kúld sem á heiðurinn af myndunum.

Takk fyrir mig

Kveðja Helga.


28.04.2011 16:59

Ferðasaga 5 kafli.

""Jæja"" og enn skal haldið áfram og keyrt sem leið lá heim að Skarði og beint í Kirkju. Ekki var gengið til messu í þetta skiptið en fluttur var fróðleikur og sálmaspil.


Skarðskirkja.

Það var Þórunn Hilmarsdóttir (Stella) og dóttir hennar, Inga Dögg Kristinsdóttir sem tóku á móti okkur og sögðu okkur frá kirkjunni og hlutum sem í henni eru, og eru komnir vel til ára sinna og sumir lent á heimssýningu.


Altaristaflan í Skarðskirkju.

Þessi altaristafla er fræg fyrir að hafa farið á heimssýningu í París 1910 og munaði litlu að hún kæmi ekki heim aftur.

Kristinn Indriðason langafi Ingu sýndi kirkjuna oftar en einu sinni, nema það hafði brotnað úr altaristöflunni engill, (í töflunni eru munirnir handskornir úr tré) þá sagði Kristinn frá sögu altaristöflunnar og endaði á að segja," nema það vantar helvítis engilinn".

það var endað á sálmi en það var Jóhanna Ómarsdóttir sem sá um orgelspil.

Hér var tekið vel á móti okkur, hafið hjartans þakkir fyrir.

Setti inn fleiri myndir í albúm.

Kveðja Helga.


25.04.2011 18:18

Ferðasaga 4 kafli.

" Jæja" Þá er komið að kafla 4 í þessari fínu ferð, þá var keyrt niður í Skarðsstöð, jú það er nú einu sinni þannig að við konurnar þurfum nú líka að létta á okkur og það er ekki gert með fulla rútu af körlum út við þjóðveg. Í Skarðsstöð er þessi líka fína salernisaðstaða og hún var vel nýtt. Í þessari ferð voru líka ellefu konur, algjört met, bara skemmtilegra emoticon

Ég held að í gamla daga hafi verið verslun í stærra húsinu en minna húsið er salernisaðstaðan. Það var ekki mikið skyggni.

Svo var ferðinni heitið á Geirmundastaði. Þangað var mjög gaman að koma og alveg frábærlega vel tekið á móti okkur.Það voru bændurnir Bryndís Karlsdóttir og Þórður Baldursson ásamt heimasætunni sem tóku á móti hópnum með veglegum veitingum.

Bryndís, Hermann, Héðinn og Hilmar.

Þau sögðu okkur frá því sem að þau eru að fást við í fjárræktinni og fleiru. Frá þeim kom hrúturinn Hrói 07-836 sem er á sæðingastöðinni núna.
Það er svo skrýtið að þegar ég skoða hrútaskránna þá velti ég því mikið fyrir mér hvernig féð er sem stendur þessum stöðvahrútum að baki. Það eru mjög góðar upplýsingar í hrútaskránni en að sjá féð með eigin augum er allt annað. Þarna er gríðarlega mikil ræktun á bak við. Það sem mér fannst mjög merkilegt var að aðeins þrír fullorðnir hrútar voru í húsinu og aðeins tveir þeirra voru notaðir um fengitímann, annar þeirra heitir Tenór og til stóð að hann færi á stöð, annars voru lambhrútarnir notaðir mest.

Glæsilegur hópur, þarna er kanski einhver sem á eftir að enda á sæðingastöðinni.
Veturgömlu ærnar/gemlingarnir voru einnig glæsilegur hópur og eiga örugglega eftir að skila efnilegum einstaklingum í framtíðinni.

Hérna er Bryndís að segja okkur frá systir Hróa 07-836 sem horfir á , en þau eru sammæðra.

Á Geirmundastaði var virkilega vel tekið á móti okkur með hlýju og bros á vör og færum við þeim miklar og góða þakkir fyrir. Frábært að fá að koma á Geirmundastaði.

Setti fleiri myndir í albúm.

Kveðja Helga.



22.04.2011 18:57

Ferðasaga 3 kafli

"Jæja" eftir heimsókn í Fagradal var ferðinni heitið í Surtabrandsnámuna að Tindum. Þar var skoðað og fararstjóri fræddi okkur um hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Sem betur fer er nú búið að loka opinu á námunni, þetta eru ótrúleg mannvirki sem kanski margir vita ekki af og er mjög gaman að skoða.  Fararstjóri fékk spurninguna hversu djúp náman væri og löng, hann mundi það nú ekki nákvæmlega en hún var andskoti djúp og helvíti löng, það þurfti ekki að hafa fleiri orð um það.


Ég setti fleiri myndir í myndaalbúm.

Gleðilega páskahátíð.

Kveðja Helga.

20.04.2011 18:18

Ferðasaga 2 kafli

Jæja svo skal haldið áfram inn í Ytri Fagradal. Þar tók á móti okkur Guðmundur Gíslason bóndi ásamt fjölskyldu sem tóku alveg frábærlega vel á móti okkur, sýndu okkur og sögðu frá því sem þau eru að vinna að t.d. byggingu fjárhúss, fjárræktinni, og mörgu fleira áhugaverðu. Það var tekið á móti okkur með skemmtilegu veisluborði og snilldarinnar hvannalambakjötsúpu með góðu brauði mmmh algjört æði. Eftir matinn var boðið upp á kaffi með meiru og krækiberjalíkjör sem er algjörlega frábær. Það var fætt eitt lamb sem er gimbur algjör drottning. Myndir voru víða um fjárhúsið af því sem heimamenn hafa fengist við og afurðatölur á blöðum um búið.
Veisluborðið.

Eftir að allir voru mettir var ótrúlega skemmtilegt skoðað, okkur boðið inn í vísinda og menningastofnunina. Þar var Dodge árg. 1970 sem Guðmundur var búinn að eyða 1500 klukkustundum í og sjóða 5 fermetra af járni, hann verður búinn nýjum sætum og innréttingum. Glæsilegur bíll hjá honum.

Verst að það náðist ekki betri mynd en glæsilegur er þessi bíll og mikil vinna sem liggur á bak við hann.
 myndinni eru Guðmundur, Sveinn, Gunnlaugur, Gunnar og valdimar.

Í Ytri Fagradal bjó Héðinn F. Valdimarsson okkar frábæri fararstjóri. Hann var frá fermingu að fimmtugu í Fagradal en þá kom hann í Stykkishólm.
Héðinn átti kindur fyrst þrjár og þær voru orðnar nær fimmtíu þegar hann fór.
Hann hafði slægjur og beit fyrir sínar kindur og átti alltaf nóg af heyi.

 Stefán Skafti Steinólfsson og Héðinn F. Valdimarsson  ánægðir að hittast.
Hér var tekið sérstaklega vel á móti okkur með hlýju og bros á vör og færum við þeim miklar þakkir fyrir frábæra móttöku.Virkilega gaman að koma í Ytir Fagradal.

Ég setti fleiri myndir í myndaalbúm.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Kveðja Helga.

Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 138805
Samtals gestir: 19966
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 05:28:19