Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

16.10.2018 14:08

Héraðsýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2018

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 20. okt 2018.

  • Fyrri hluti sýningarinnar verður haldinn að Hofstöðum í Miklaholtshreppi og hefst kl. 13.00.
  • Kvenfélagið Liljan í Eyja- og Miklaholtshreppi verður með veitingasölu á Hofstöðum
  • Seinni hluti sýningarinnar verður haldin að Haukatungu Syðri 2 Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl. 20.30.

Verðlaunaafhendingin verður að lokinni sýningu í Haukatungu.

 

Við viljum hvetja sauðfjárræktendur að mæta með sína gripi á sýninguna og taka þátt í uppskeruhátíð sauðfjárræktenda á Snæfellsnesi.

          Nefndin

 

Reglur vegna lambhrútasýningar  Snæfellsnesi
* þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrútar skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137708
Samtals gestir: 19834
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:35:51