Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

27.10.2014 21:44

Sauðfjárskólinn

Sauðfjárskólinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.

Í Sauðfjárskólanum eru haldnir sjö fræðslufundir sem dreifast á u.þ.b. eitt ár. Fundirnir verða haldnir á virkum dögum og standa frá kl. 13-17 hverju sinni. Fjöldi fundastaða á svæðinu fer eftir þátttökunni en vonast er til að hægt verði að halda Sauðfjárskólann á a.m.k. fjórum stöðum á þessu svæði næsta árið. Til þess að ná því markmiði vantar fleiri skráningar og sauðfjárbændur því hvattir til að skrá sig sem fyrst, veki þessu fræðslukostur áhuga. 

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða hringja í 516-5000. Eins má fá nánari upplýsingar hjá Árna B. Bragasyni í gegnum netfangið ab@rml.is eða í síma 515-5008.

Sjá nánar

Bréf sem sent var á sauðfjárbændur http://www.rml.is/static/gallery/annad/.large/pdf_20px.gif

abb/okg

 

 

 

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 393
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 137391
Samtals gestir: 19763
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 06:25:51