Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

26.02.2013 10:00

Ferðasaga Jökuls.


Að morgni laugardagsins 27. Október s.l. lögðum við af stað í 1.200 km langa ferð til að sækja okkur hrút til kynbóta.
Ætlum við að segja ykkur smásögu af þeirri ferð og hvað fyrir augu bar.
Fimm fræknir félagar óku eins og leið lá frá Stykkishólmi að Smyrlabjörgum í Suðursveit
með óvæntri viðkomu á Ytri-Skógum.
Þegar við erum að nálgast Skóga berst tal okkar að fjárbúinu að Ytri-Skógum,
við erum að rabba saman um hvað það væri nú gaman að fá að skoða þar
lambhrútana og þá segir Eyberg við Gunnar sem sat undir stýri beygðu heim á bæ
við skulum fara í heimsókn.
Við Lauga fengum áfall, nei við getum ekki farið að ryðjast
inná fólk........Karlarnir útúr bílnum þegar heim á bæ var komið og sáu fólk í fjárhúsinu
  þá var okkur vinkað að koma inn.
Þá vildi svo vel til að þeir Ingimundur og Sigurður bændur á Ytri-Skógum voru ný komnir inn
með lambhrútana,og draumur okkar rættist, og að sjálfsögðu var þuklað og þuklað
og spurt og spurt,gríðarlega vel gerðir og flottir hrútar og við eigum örugglega
eftir að fá dropa úr einhverjum þeirra.
Héðan er sá allra vinsælasti Prúður 11-896
 þetta var ótrúlegt, og skemmtilegt.
 það var svo vel tekið á móti okkur, boðin heim í bæ í kaffi og hlaðið borð af kræsingum
eins og hendi væri veifað.
Innilegar þakkir Ytri-Skógabændur fyrir frábærar móttökur.

Ingimundur, Gunnar, Sigurður, Guðlaug, Guðmundur og Helga.

Svo var haldið áfram sem leið lá að Hótel Smyrlabjörgum.
Eftir langa setu var gott að hrysta af sér ferðarykið og snæða góðan kvöldverð.

Forréttur af villibráðahlaðborði.
Gaman að smakka á svona mörgum réttum og meiriháttar gott.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lamb og hreindýr og súkkulaðiköku og kaffi á eftir.
Virkilega vel heppnað og gott.

Dagur að kveldi komin og við sæl og glöð.


Hressar mæðgur sem dekruðu við okkur í mat og drykk.
 það er Laufey Helgadóttir og fjölskylda sem á og rekur Hótel smyrlabjörg.
Takk fyrir frábæra móttöku.


Framhald.
 
Flettingar í dag: 194
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 132497
Samtals gestir: 19372
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:35:34