Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

09.11.2012 22:16

Stigun og/eða sláturmat á sæðislömbunum í haust.

Svona þegar við erum öll farin að spá í hrútaskránna og hvaða hrúta skuli nú nota, datt mér í hug að skrifa aðeins um hvernig sæðislömbin komu út hjá okkur hérna á Hraunhálsi í haust.
Ef ég byrja nú á hyrndu hrútunum þá fengum við 4 lömb undan Púka, hann er ekki sá hrútur sem ég bjóst svo sem við að yrði að gefa neitt sérstaka gerð en þetta voru flott lömb, þetta voru 3 gimbrar og tvær þeirra voru með 33 í bakvöðva og ein með 30, tvær með 17.5 í læri og ein með 18 settum tvær á seldum eina en hrútnum var lógað og hann var 18,2 kg og fór í E2.

Þarna eru Púkadæturnar þessi vinstra megin er undan Mangódóttur en hin undan Kveiksdóttur.
Fengum tvö lömb undan Gosa seldum gimbrina en hrúturinn var 21 kg og fór í U2.
Fengum tvær gimbrar undan Seið og kollóttum gemling flott lömb voru báðar með 31 í bakvöðva og 18 í læri settum aðra á og seldum hina.

Þessi til vinstri er undan Lumbra (heimahrút) í miðjunni er Sigurfaradóttir og síðan kemur Seiðsdóttirin.
Fengum 5 gimbrar og einn hrút undan Lagði Þau stiguðust öll með 17,5 í læri en bakvöðvinn var hjá gimbrunum 27, 28, 29 ,30 ,31 seldum þrjár gimbrar en hinar fóru í sláturhúsið 22,3 kg U3, 18,4 R4, og hrúturinn var 22,3 kg E3 sé svolítið eftir hrútnum en lömbin í heild undan Lagði hefðu mátt vera læra sterkari.


Þarna er Hagsbót Grábotnadóttir með gimbrar undan Lagði þessi mynd var tekin einhvern tíman í Júli. Ágætt að enda á sumarmynd í kvöld held áfram seinna.

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137665
Samtals gestir: 19824
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:18:18