Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

10.08.2012 15:11

Fleiri heimahrútar á Hraunhálsi


Lengst til vinstri er Brimill 11-445 í miðjuni Trítill 11-439 sá svarti er Sváfnir 11-441
Brimill var keyptur af Óla Tryggva í fyrra haust faðir hans er Búri 10-601 en f.f.f. er Skrauti 07-826.


Renta 11-142 ( Lumbrdóttir) með gimbur undan Brimli eina móflekkótta lambið sem fæddist í vor.

Nögl 11-140 (Usladóttir) með son Brimils, hann var aðallega notaður á veturgamlar ær en lofar góðu ef þau verða öll svona myndarleg.
Trítill 11-439 var keyptur af Eiríki en hann er sonur Vafa 09-510 eigum bara tvö lömb undan honum, var erfiður í tilhleypingunum vegna þess hversu lítill hann var en hefur greinilega stækkað talsvert í sumar. Á enga mynd af lömbunum hans.
Svo er það blessað djásnið mitt hann Sváfnir 11-441 hann er sonur Lumbra 07-445  f.f Máni 03-975 Sváfnir var í vetur settur í heila kró af ám og ég ætlaði að fá fullt af lömbum undan honum, allt virtist ganga vel í fyrstu ekki hægt að sja´annað en að hann lembdi á fullu og ég sá í hillingum öll glæsilegu lömbin sem kæmu undan honum.
En æ, æ svo byrjuðu fyrstu ærnar að ganag upp undan honum síðan bættust altaf fleiri við. Á tímabili var hann farin að ganga undir nafninu Púddi litli púðurpungur og ýmsum álíka nöfnum he, he
Það héldu samt sjö ær með honum og fengum við 9 lömb úr þeim. Það voru bara tvær af þeim tvílembdar, af 70 fullorðnum ám sem báru hjá okkur voru 11 einlembdar og átti Sváfnir 4 og 4 voru úr sæðinu ég veit ekki var hann svona óskaplega óheppin eða er hann hálfgerður púðurpungur.
Veit ekki hvað ég geri við Púdda litla púðurpung í haust kanski ég leiti að arftaka hans í sonum hans eða hálfbræðrum ekki gott að segja.

Hérna er Hula Bogadóttir með einn af þessum fágætu dýrgripum undan Sváfni. Ég hef nú ekki verið neinn sérstakur aðdáandi afkvæma Boga hvað útlit þeirra varðar en Hula er að mínu mati virkilega falleg kind svo kanski er þarna arftaki Sváfnis.
Meira seinna.
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 132611
Samtals gestir: 19375
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:40:48