Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

08.08.2012 21:21

Heimahrútar (Hraunhálsi)


 
Til hægri á myndinni er Kappi 10-435 en hann er sonur Vafa 09-510 sem Eiríkur á. Móðir Kappa er Spíra en hún er dóttir Kveiks. Þetta er glæsilegur hrútur eins og sjá má, fann því miður engar myndir af afkvæmum hans en þarf endilega að reyna að bæta úr því.
Til vinstri er Demantur 11-444 faðir hans er Frosti 07-843 og móðir er Steingeit en hún er einnig dóttir Kveiks. Demantur virðist sem betur fer ekki ætla að erfa
skapið
frá afa sínum honum Rafti. Hann er afskaplega fitu lítill og því var átakið á honum ekkert sérlega skemmtilegt í vor þegar hann fór út, vissi því ekki alveg við hverju mætti búast af afkvæmum hans en þau lömb sem ég hef séð undan honum í sumar lofa bara góðu.

Flakta 07-052 með dætur Demants.


Hrammur 08-449 faðir hans er Völundur 07-442 og móðir Hremmsa 03-298, hann veiktist af barkabólgu í vetur og var því bara notaður á tvær ær bjóst ekki við því að hann næði sér enda varð hann mjög veikur. Hrammur er fyrverandi heimalingur gefur feikna góða gerð en ærnar undan honum eru helst til of smáar. Hér eftir verður hann því sennilega frekar titlaður sem heimilisvinur en kynbótahrútur.

Hérna er Dokka 09-090 dóttir Hramms með fóstursyni sína en þessi mynd var tekin í fyrravor núna kom hún með tvær gimbrar og einn hrút undan Sigurfara hlakka til að sjá þau í haust.
Við eigum að sjálfsögðu fleiri hrúta en læt þetta duga núna kem með fleiri myndir seinna.
Flettingar í dag: 401
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 138895
Samtals gestir: 19995
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:56:07