Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

17.07.2012 22:58

Og fleiri sæðislömb.

Þá er komið að Gosa frá Ytri-Skógum, það voru fimm ær sæddar með honum en það hélt bara ein og kom hún með hrút og gimbur. Hefði eftil vill átt að sæða kollóttu ærnar með Gosa þá hefði útkoman kanski orðið betri. emoticon

Þarna er Gosasonurinn en hann er undan Grimmd Eldarsdóttur.

Þrjár ær héldu með Lagði frá Hrísum en ein gekk upp, Fengum þar fimm gimbrar og einn hrút.

Þessi er undan Lagði og Angist Gránadóttur.
Hér fyrir neðan eru tvær af gimbrunum undan Lagð með móður sinni Aðgát svona líka fallega kollóttar.



Það fæddust þrír hrútar og ein gimbur undan Þrótti frá Fremri Hlíð.

Synir Þróttar og Bringu.

Og svona að lokum þá sæddum við þrjár ær með Grábotna, það fæddust lifandi 4 gimbrar og 2 hrútar. Það voru einhver álög á grábotnóttum hrútum hjá mér í vor og var mér greinilega ekki ætlað að eignast grábotnótta hrúta.Klukka gamla bar fyrst og fyrra lambið hennar var grábotnóttur hrútur sem hafði sjáanlega drepist fyrir nokkru því hann var byrjaður að rotna en svo átti hún svartbotnótta gimbur og það var allt í lagi með hana. Stuttu seinna bar Hödd þar er fyrsta lambið einnig grábotnóttur hrútur dauður álíka rotnaður og hinn en svo koma tvö svartflekkótt alheilbrigð lömbu en sem betur fer átti sú síðast bara þrjú hvít lömb enda amaði ekkert að þeim.
Í lok sauðburðar kom svo þriðji grábotnótti hrúturinn og hvað haldið þið? hann drapst í fæðingu en bróðir hans sem var hvítur komst áfallalaust í heiminn.( Sko það drápust bara þrjú lömb í fæðingu á þessum sauðburð hverjar eru líkurnar?. ) Mikið var ég fegin að það skildu ekki koma fleiri grábotnóttir hrútar.
Hérna fyrir neðan er svo mynd af Grábotnasyni sem var blessunarlega bara svartflekkóttur.

Þá er umfjölluninni um sæðislömbin þetta vorið lokið hja´mér á nú einhverjar fleiri myndir frá sauðburðinum set eitthvað af þeim inn seinna.
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 350
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 137782
Samtals gestir: 19845
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:56:17