Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

05.12.2010 13:26

Niðurstöður úr skýrsluhaldinu á Hvarfi


Góðann daginn gott fólk.emoticon
Okkur langar að segja frá skýrsluhaldi okkar, því nú sendum við í sláturhús og erum komin í fjarvis.is og þá getum við séð allt mögulegt, skýrslur, meðaltöl, kjötmatseinkunn, og margt fleira sem er mjög gaman að skoða og velta fyrir sér, spá og spekúlera í. Hér koma upplýsingar um okkar litla bú sem hjarðyfirlit telur lifandi ær 14 og lifandi hrútar 4. Hér á myndinni er hluti af hrútaásetningi okkar,þessir tveir fæddust í lok sumars ha ha ha og eru synir 09-151 Póló MF: 05-965 Kveikur.


Hér koma svo niðurstöður:  Meðal vöðvi 9.5 og meðal fita 5.1
Dags. uppgjörs: 08.11.2010
Kjötmatsskýrsla eftir feðrum lamba
Hrútur                                            fj.     fallþ.     vöðvi.     fita.     kjötmatseink.
06-833 Grábotni                            3        16.4       11.0       5.0        109.5
07-836 Hrói                                   2        16.0       8.0         6.5          87.8
09-151 Póló                                   13      13.8       9.6         4.9        101.3

Póló komst einn í uppgjör lifandi lamba
Hrútlömb 
Fj.     þ.     ómv.     ómf.     L.     fótl.     framp.     læri.     ull.     eink.
9     39.7     25.4     1.9     3.9     106.9     7.9         17.1      7.9      100
Grimrar
Fj.     þ.     ómv.     ómf.     L.     framp.     læri.     ull     eink.
5       35.4   25.8     1.6      3.7      8.3          17.3     8        100
Þetta eru 14 lömb af 20 sem við létum dæma.

Lambafeður
Hrútur                          faðir            fj fæddra lamba      fj lamba með gildar þ uppl.
06-833 Grábotni          01-928 Grímur             5                     5
07-836 Hrói                 05-965 Kveikur           2                      2
09-151 Póló                 06-035 Mímir              22                    15
þungafrávik     fallþ.eink.
0.42                     103
-0.15                    100
-0.14                      98

Lömb undan 1. vetra ám
fjöldi     meðal fallþ.     meðal vöðvi.     meðal fita.
 1               15 kg               11                         5

Aumingja Póló, lömbin hans voru mörg hver ansi smá og er skýring á því.
Ein kindin tveggja vetra gömul fékk júgurbólgu og hætti alveg að mjólka, svo illa var komið fyrir henni að annað júgrið datt alveg af henni, þetta skeður þegar lömbin eru c.a. að verða mánaðar gömul, svo það má segja að þau séu graslömb en í sláturhúsið fóru þau og fallþ og flokkun var svona, hrútlamb 12.5 kg R 2 - gimbur 10.3 R 2.
Svo urðu 2 kindur þrílembdar hjá okkur sem er ekki alveg nógu sniðugt finnst okkur því ærnar okkar eru engin mjólkurbú bara svona meðal mjólkandi. Fallþ. og flokkun á þeim var svona hrútlamb 14.4 kg. U 2 - hrútlamb 12 kg. R 1 - gimbur kom seint heim og setti sig sjálf á 32 kg á fæti. Hjá hinni kindinni það var sko ekki betri útkoma á þeim hrútlamb 11.2 kg. R 2 - hrútlamb 8.9 kg O 1 - gimbur 12.1 R 2.
Tvær veturgamlar ær báru hjá okkur og átti póló þau lömb líka svo ekki var þyngdin að hjálpa honum þar, en öðru lambinu var slátrað  og var fallþ. 15 kg. U 2 en hitt lambið var selt norður í Dalvíkurbyggð og var 36 kg á fæti.
Þetta dregur mikið úr fallþunga þegar hópurinn er ekki stóremoticon
En nú eru tilhleypingar og sæðingar og allt að gerast með nýja hrúta í farteskinu svo nú er bara gaman og mikið spáð og spekúlerað og við vonum að þið hafið haft gaman af þessari lesningu. Ég setti fleiri myndir í myndaalbum okkar.
Lifið heil
Kveðja frá Hvarfi.emoticon
Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 132580
Samtals gestir: 19375
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:52:39