Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

03.01.2010 09:57

Hrútur

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Allt getur nú skeð því að næsti hrútur sem ég kynni heitir Suðri 09-506 hann lenti í þvi núna fyrir áramótinn að geta ekki lemt, hann hafði svo mikla verki að hann gekk allur í bylgjum eins og hann væri með hríðar ég hélt að hinir hrútarnir hefðu rennt sér í kviðinn á honum, en Rúnar dýri vissi betur hann sagði að hrúturinn gæti ekki mígið, dýri klippti orminn framan af skaufanum og kreisti stærðar hlandstein út og þá gusaðist þvagið út, Suðri stóð svo í nokkrar mínútur á gólfinu hjá dýra og allan tíman lak af honum þvag, daginn eftir var Suðri farinn að sinna kindum svo að lokum fór allt vel. En Suðra 09-506 fékk ég ( Eiríkur ) hjá vini mínum Guðbjarti Gunnarssyni á Hjarðarfelli, Suðri er ákaflega vel gerður hrútur en ég valdi hann útaf ætterninu þar sem faðir hans er fjórlembingur undan Rafti 05-966 og í móðurætt eru nokkrir þrílembingar, og vona ég að Suðri gæti orðið drjúgóður ærfaðir. Suðri 09-506 er hvítur hyrndur með hörkulegann svip og bollengd í góðu meðallagi hann er afskaplega ljúfur og rólegur þó að Raftur sé þarna á bak við hann.
F:Kvistur 06-748 MF:Ylur 05-805 Suðri var 52 kíló og 111 á fótlegg ómv 31-3,6-4,0
stig 8,0-8,5-8,5-9,0-9,0-18,0-7,5-8,0-8,5=85
Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 132570
Samtals gestir: 19375
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:38:20