Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

25.09.2009 20:51

Heimsókn á Strandir

Á mánudaginn 21. september fórum við félagarnir Eiríkur og Bárður norður á Strandir að fylgjast með stigun lamba á Heydalsá I og II og Smáhömrum. Þar voru mættir ráðunautarnir Jón Viðar, Lárus, Kristján og Torfi ásamt heimamönnum, þarna voru skoðuð u.þ.b. 2000 lömb. Á Heydalsá er í gangi afkvæma rannsókn fyrir sæðingarstöðvarnar, voru þar hrútar úr Kirkjubólshrepp, Reykhólum og Árneshrepp.  Mikið var af fallegum lömbum og gaman að sjá svo mörg lömb með ólíkan uppruna saman komin á einum stað. Ráðunautarnir voru að vonast til að geta fengið fjóra hrúta á stöð úr þesari rannsókn. Þá er nú gott að vera búinn að sjá lömbin undan þeim og spá í hin ýmsu fjárbrögð sem þarna var að sjá.  Ferðin endaði með hrútasýningu á veturgömlum hrútum í Kirkjubólshrepp sem haldin var á Smáhömrum, þar voru mættir margir rosalegir dorrar, en í úrslit komust aðeins þeir hrútar sem náðu 86 stigum og 18 í læri. Besti hrúturinn var valinn Krókur frá Smáhömrum en hann er 87 stig með 19 í læri. 
Þetta var hin besta skemmtun og góð ferð. Myndir úr ferðinni eru undir menningarferðir.  
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 132352
Samtals gestir: 19342
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:53:13