Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

29.03.2009 22:10

Bækur og rit um sauðfé og sauðfjárrækt.

Nokkrar bækur og rit um sauðfé og sauðfjárrækt.
Þar sem senn líður að sauðburði er upplagt að byrja á að skrifa um ; Sauðburðarkver Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis sem gefið var út 1997. Er það ómissandi upplýsinga rit fyrir alla sauðfjáreigendur, þar er m.a fjallað um hjúkrun sjúkra kinda, bólusetnigu, bóluefni, sýklalyf, um afleiðingu vöntunar eða ofgnóttar fóðurefna og snefilefna í fóðri, burðarhjálp og ýmsa sjúkdóma í ám og lömbum, einkenni og lækningu. Í kverinu er margan fróðleik að finna og er það skrifað af mikilli virðingu og væntumþyggju fyrir dýrunum.

Næst má nefna ritið Sauðfjárrækt eftir Ólaf R. Dýrmundsson gefið út 1975 og er á þeim tíma nokkrskonar kennslubók í sauðfjárrækt við Bændaskólan á Hvanneyri og er nú líklegt að búið sé að gefa út nýjar kennslubók. Þetta er engu að síður ágætis bók. Þar er fjallað um m.a. sauðfjárkyn í heiminum, sögu sauðfjárræktar á Íslandi, fóðrun sauðfjár eftir árstímum , sjúkdóma, burðarhjálp,kynbætur og fl.

Svo við snúum okkur að bókum þá má fyrsta nefna bókina Íslensku sauðkindina eftir Jón Torfason og Jón Viðar Jónmundsson sem gefin var út einhvern tíman í kringum árið 2000. Einstaklega skemmtileg og fróðleg bók sem ég held að allt sauðfjáráhuga fólk hljóti að eiga því fjalla ég ekkert meira um hana.

Sauðkindin landið og þjóðin var gefin út 1981 og er eftir Stefán Aðalsteinsson, þar er dregin saman ýmisskonar fróðleikur um íslensku sauðkindina, í henni eru t.a.m. margar gamlar og áhugaverðar myndir.

Sauðfjárræktin á Suðurlandi útgefin 1997 eftir Hjalta Gestsson.
Eins og nafnið gefur til kynna er þar rakin saga sauðfjárræktar á Suðurlandi og er það bæði fróðleg og skemmtileg lesning. Þó lesandin þekki ekki mikið til á suðurlandi kemur það ekki svo mjög að sök þar sem við könnumst við mörg bæjarnöfn og gamlar kempur bæði fjórfættar og tvífættar úr sögu sauðfjárræktarinnar almennt. Athyglisvert er að sjá hvað Oddgeirshólar eiga sér langa og áberandi sögu í sauðfjárræktinni eins vaknaði sú spurning hjá mér við lestur bókarinnar hvað hefði orðið um kollótta fjárstofnin á Seglbúðum. Við sæddum með hrút þaðan á árunum 1985- 86
Búða og fengum tvær gullfallegar gimbrar og g hægt er að rekja ættir allra kollóttu ánna okkar til þessara alsystra . Í bókinni eru einnig frásagnir frá fjárskiptunum og sagan af Herdísarvíkur Surtlu og fl.

Gefin voru út uppúr 1980 til 1996 ritin Sauðfjárræktin sem gefin voru út af Búnaðarfélafi Íslands. Var þar margan fróðleik að finna t.d er í 12 árangi grein um forystufé á Íslandi eftir Lárus G. Birgisson.





Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 136910
Samtals gestir: 19688
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 03:48:23