Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

25.02.2009 22:12

Á faraldsfæti

Á þriðjudaginn 22. 2 fórum við Eyberg, Lauga og Eiríkur að heimsækja nokkra verðlaunahafa frá lambhrútasýningunni í haust, því búið var að grafa á plattana og bara eftir að líma þá á skildina.
Fyrsti viðkomu staður var Hjarðarfell en þar lentum við í sprengidags hádegissmat, eftir mat var farið í fjárhúsin með Guðbjarti og Gunnari og þar skoðað féð og fóður, síðan var farið í fjósið til að sjá breitingarnar þar, næst komum við að Álftavatni til Gísla og Ragnhildar og var nátturulega boðið í kaffi og meðlæti, svo fór Gísli með okkur í fjárhúsin, þar sýndi hann okkur meðal annars nýju gjafagrindurnar.
Síðasti viðkomu staður var hjá Jóni Bjarna og Önnu Dóru á Bergi þar var líka boðið í kaffi og meðlæti þannig að þetta var sprengidagur í lagi. Jón Bjarni fór í húsin með okkur og fór yfir það sem þar var að sjá, þar á meðal hann Bjart sem var valinn besti lambhrútur á Snæfellsnesi 2008 en hann er gríðarlega þroskamikill og fallegur hrútur og var mér svo mikið um að ég, Eiríkur! gleymdi að taka af honum mynd. Þökkum við öllum fyrir frábærar móttökur og óskum fjölskyldunni á Bergi innilega til hamingju með dótturina.



Hér er Guðbjartur að segja frá lambhrútunum á Hjarðarfelli, en á myndinni eru Guðbjartur, Gunnar, Eyberg,og Lauga.


Hér er Gísli Örn að segja frá gemlingunum á Álftavatni


Hér er Jón Bjarni að segja frá sínum gemlingum
















Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 138153
Samtals gestir: 19877
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 13:51:13